Upplýsingar fyrir lesendur

Hægt er að gerast áskrifandi að Tímariti Lögréttu á heimasíðu þess timarit.logretta.is eða með því að senda tölvupóst á netfangið askrift@logretta.is. Áskriftargjald er kr. 3.890 á ári. Áskrifendur einir hafa aðgang að nýjustu fræðigreinum tímaritsins á netinu í 12 mánuði. 
 

Spurt og svarað:
Hvers vegna ætti ég að kaupa auglýsingu í Tímariti Lögréttu?
Tímarit Lögréttu er metnaðarfullt tímarit á sviði lögfræði og tengdra fræðigreina. Þar er leitast við að endurspegla það sem efst er á baugi hverju sinni í fræðilegri umræðu, bæði innan og utan veggja Háskólans í Reykjavík. Í tímaritinu er að finna ritrýndar fræðigreinar á sviði lögfræði og tengdra fræðigreina og er það fyrir vikið lesið af lögfræðingum auk fræðimanna og áhugamanna á þeim sviðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Blaðið er gefið út af lagadeild Háskólans í Reykjavík og á því dyggan lesendahóp innan veggja skólans, einkum í lagadeild hans, en einnig annars staðar.

Hvers vegna ætti ég að gerast áskrifandi Tímarits Lögréttu?
Tímarit Lögréttu er metnaðarfullt tímarit á sviði lögfræði og tengdra fræðigreina. Þar er leitast við að endurspegla það sem efst er á baugi hverju sinni í fræðilegri umræðu, bæði innan og utan veggja Háskólans í Reykjavík. Í tímaritinu er að finna ritrýndar fræðigreinar á sviði lögfræði og tengdra fræðigreina auk umfjöllunar og umræðu um sömu málefni. Með áskrift er tryggt að þú fáir tímaritið í hendur um leið og það kemur út sem tryggir að þú sért vel að þér um það sem efst er á baugi hverju sinni í faglegri og fræðilegri umfjöllun.

Hvers vegna ætti ég að styrkja útgáfu HR, ég sem var í HÍ?
Fjölbreytni og samkeppni á sviði menntunar er öllum til hagsbóta sem og að fræðileg og fagleg umræða á sviði lögfræði og tengdra greina fari fram sem víðast.