„Gæzlumenn eigin frelsis“ Um Þór Vilhjálmsson, dómara við Mannréttindadómstól Evrópu og EFTA-dómstólinn.

Davíð Þór Björgvinsson

Útdráttur


Sameinuðu þjóðirnar höfðu forgöngu um að athyglinni væri beint að almennum mannréttindum og nefndu árið 1968 „Ár mannréttinda“. Tilefnið var að 20 ár voru liðin frá því allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti yfirlýsingu um mannréttindi og mannfrelsi, en hún var samþykkt 10. desember 1948. Íslendingar voru aðilar bæði að Sameinuðu þjóðunum og Evrópuráðinu á þessum tíma og lögðu sitt af mörkum til að fylgja þessu eftir og voru af þessu tilefni m.a. flutt tvö erindi í ríkisútvarpinu um mannréttindi. Annað þeirra flutti Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður, sem þá átti sæti í Mannréttindadómstól Evrópu, en hitt flutti Þór Vilhjálmsson prófessor, sem á þeim tíma var blaðafulltrúi Evrópuráðsins hér á landi. Erindi Þórs var í raun fyrirlestur um gildandi íslenskar réttarreglur um mannréttindi og hvort ástæða væri til að endurskoða þær og endurbæta.

Efnisorð


Mannréttindadómstóll Evrópu; MDE; dómarar; Þór Vilhjálmsson

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is