Alþjóðlegur mannréttindadómstóll fyrir Bosníu og Hersegóvínu

Jakob Þ. Möller

Útdráttur


Dayton–friðarsamkomulagið (Dayton Peace Agreement) sem samið var um á bandarískri herstöð í nóvember 1995 (Wright-Patterson Air Force Base í Dayton, Ohio) og gekk í gildi við undirritun í París 14. desember 1995, batt enda á stríðsátök í Bosníu og Hersegóvínu (BiH), sem staðið höfðu yfir í þrjú og hálft ár. 250 þúsund manns lágu í valnum, 2,6 milljónir höfðu flúið land eða voru á vergangi innanlands (internally displaced) eftir að hafa verið hrakin frá heimilum sínum og átthögum eða sætt öðrum ofsóknum vegna uppruna síns eða trúarbragða og 27 þúsund manns höfðu verið látin hverfa sporlaust. Ekkert manntjón varð í Bosníu Hersegóvínu eftir 14. desember 1995.

Efnisorð


Alþjóðlegi mannréttindadómstóllinn fyrir Bosníu og Hersegóvínu

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is