EFTA dómstóllinn

Skúli Magnússon

Útdráttur


Óhætt er að segja að fæðing og uppvaxtarár EFTA-dómstólsins hafi verið erfið. Eftir að náðst hafði söguleg sátt milli aðildarríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Efnahagsbandalags Evrópu með samþykkt draga að samningi um hið Evrópska efnahagssvæði, komst Evrópudómstóllinn að þeirri niðurstöðu 14. desember 1991 í áliti nr. 1/91 að fyrirhuguð stofnun sameiginlegs dómstóls bryti gegn sjálfstæði Evrópudómstólsins og þar með gegn grunnreglum bandalagsréttar. Jafnframt lagði dómstóllinn áherslu á algert forræði sitt við túlkun hvers kyns reglna bandalagsréttar. Málum var nú miðlað þannig að EFTA-ríkin skyldu stofna sinn eigin dómstól með sjálfstæðum samningi sín á milli. Í endurskoðaðri gerð EES-samningsins var því gert ráð fyrir starfsemi EFTA-dómstóls án þess að dómstóllinn væri þar formlega stofnaður (sbr. einkum 2. mgr. 108. gr. EES-samningsins).

Efnisorð


efta; efta dómstóllinn; ees; evrópska efnahagssvæðið

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is