Alþjóðlegi hafréttardómurinn

Bjarni Már Magnússon

Útdráttur


Alþjóðlegi hafréttardómurinn er sjálfstæður dómstóll sem stofnaður var með hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna til að dæma í ágreiningsmálum varðandi túlkun og beitingu samningsins. Dómurinn hóf starfsemi árið 1996 og er staðsettur í Hamborg í Þýskalandi. Dómstóllinn hefur fengið 22 mál inn á borð til sín til þessa. Hafréttarsamningurinn kveður á um að dómstólinn skipi alls 21 óháður dómari sem kosnir eru úr hópi manna sem eru í mjög miklu áliti sakir réttsýni og heiðarleika og sem eru viðurkenndir sérfræðingar á sviði hafréttar. Kosningar eru háðar landfræðilegri skiptingu og sitja þrír til fjórir dómarar frá vestrænum ríkjum í dóminum á hverjum tíma. Tveir Íslendingar hafa verið dómarar í Alþjóðlega hafréttardóminum, Guðmundur Eiríksson sat í dóminum frá 1996 til 2002 og Tómas H. Heiðar tók sæti í dóminum 1. október síðastliðinn.

Efnisorð


hafréttur; hafréttardómstóll; Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is