Yfirvald eða sammæli? Lögin sem afsprengi tveggja aflvaka

Arnar Þór Jónsson

Útdráttur


Í yfirlitsgrein þessari er spurt hvort fremur beri að líta á lögin sem lárétt eða lóðrétt fyrirbæri, m.ö.o. hvort lögin spretti upp úr grasrót samfélagsins og geymi sammæli eða jafnvel forna visku ellegar hvort lögin séu fremur stjórntæki valdhafa á hverjum tíma sem nýtt eru til að samræma og stýra mannlegri hegðun. Fyrra viðhorfið leggur til grundvallar að lög séu eitthvað annað og meira en verkfæri, því þau geymi innbyggðar hömlur sem geri m.a. að verkum að valdhafar geti ekki fært hvað sem er í lög. Síðarnefnda afstaðan byggir ekki síst á því að lögin sæki skuldbindingargildi sitt til skýrra lagalegra viðmiða fremur en óbifanlegrar efnislegrar undirstöðu. Gerð er grein fyrir þeim tveimur tegundum sjónarmiða sem hér vegast á og komist að þeirri niðurstöðu að hvorugt geti staðið sjálfstætt án hins því bæði sjónarhornin geymi sannleikskjarna sem veitir gagnstæðum sjónarmiðum mikilvæga temprun og aðhald.

Efnisorð


lög; lögfræði; réttarheimspeki; vald

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is