Starfshættir í Hæstarétti Íslands

Hrafn Bragason

Útdráttur


Grein þessi er lauslega byggð á bréfi höfundar til dómara við réttinn frá 2001 ætluð þeim til athugunar um vinnubrögð við réttinn. Athuga verður að samið hefur verið frumvarp að lögum um millidómstig. Hvort það verður að lögum er önnur saga en allt frá því að til Hæstaréttar Íslands var stofnað 1920 hefur um þetta verið rætt með hléum. Verði það að lögum má ætla að störf Hæstaréttar verði meira miðuð að dómafordæmum. Það getur leitt til nokkurra breytinga á starfsháttum. Málum ætti að fækka verulega, dómarar verða færri og þeim lögmönnum fækkar er hafa það sem eitt helsta starf sitt að flytja mál fyrir Hæstarétti. Má vera að gera verði ríkari kröfur um gagnaöflun og skýrleika málsástæðna eigi að skilja flesta dóma svo að þeir hafi fordæmisgildi. Dóma þarf þá hugsanlega að semja með meira tilliti til eldri dóma. (Sjá jafnframt grein höfundar „Á að koma á fót millidómstigi?“, sem birtist í 2. tbl. Lögmannablaðsins 2013, bls. 20-21.)

Efnisorð


hæstiréttur; Hæstiréttur Íslands

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is