Bútasaumur

Hafsteinn Þór Hauksson

Útdráttur


Þessi grein fjallar um það hvernig skynsamlegast sé að standa að breytingum á stjórnarskrá Íslands. Færð eru lögfræðileg og stjórnspekileg rök fyrir þeirri afstöðu að margir þeir sem lagt hafa áherslu á heildarendurskoðun og viðamiklar breytingar á stjórnarskránni nálgist viðfangsefnið með of róttækum hætti. Skynsamlegra sé að endurskoðunin fari fram í smærri skrefum. Höfundur bendir á að slík hófsöm nálgun við stjórnarskrárbreytingar leiði vissulega til þess að stjórnarskránni og stjórnskipuninni megi líkja við bútasaum. Slíkur bútasaumur sé hins vegar æskilegur með tilliti til þeirra hagsmuna sem stjórnarskránni er ætlað að standa vörð um.

Efnisorð


stjórnskipunarréttur; stjórnarskrár; stjórnarskrá Íslands

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is