Yfirtökuskylda : samstilltar aðgerðir, samstæður og önnur tengsl hluthafa

Jóhannes Sigurðsson

Útdráttur


Á undanförnum mánuðum hefur verið talsverð umræða á opinberum vettvangi um íslenskar reglur um yfirtökutilboð. Ástæðan hefur einkum verið sú að vafist hefur fyrir mönnum að skýra ákvæði 32. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/2003 sem fjallar um hvenær skylda til yfirtöku stofnast. Álitaefni sem hafa vaknað lúta fyrst og fremst að þeirri aðstöðu þegar tveir eða fleiri aðilar hafa að einhverju marki unnið saman að yfirtöku á skráðu félagi. Nánar tiltekið hafa menn velt fyrir sér hvernig og hversu mikið samband þarf að vera á milli aðila svo á þá verði litið sem eina heild í yfirtökuaðgerðum. Hvernig ber að fara með tengsl móður- og dótturfélaga og hlutdeildarfélaga? Hvers konar fjölskyldueða viðskiptatengsl þurfa að vera til staðar í þessu sambandi? Þurfa að vera formlegir samningar fyrir hendi eða er nægjanlegt að sýna fram á ákveðnar líkur á samstarfi?


Efnisorð


félagaréttur; yfirtaka

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is