Forgangsáhrif EES-réttar í íslenskum rétti

Margrét Einarsdóttir

Útdráttur


Með dómi Evrópudómstólsins í máli 6/64 Costa gegn ENEL1 var því slegið föstu að ESB-réttur hefur forgangsáhrif gagnvart rétti aðildarríkja þegar landsrétti og ESB-rétti lýstur saman. Hefur þessi regla verið áréttuð og útfærð nánar í fjölmörgum dómum dómstólsins. Samkvæmt þessari dómaframkvæmd felur reglan í sér að ESB-regla, sem hefur bein réttaráhrif, gengur framar reglu landsréttar sem er andstæð henni, hvort sem regla landsréttar er eldri eða yngri en ESB-reglan. Með beinum réttaráhrifum í ESB-rétti er átt við að einstaklingar og lögaðilar geti byggt réttindi og skyldur í samskiptum sínum við yfirvöld í eigin landi á reglum sem settar eru af stofnunum Evrópusambandsins (ESB), án þess að þær hafi sérstaklega verið innleiddar í landsrétt viðkomandi aðildarríkis. Þá geta reglurnar einnig haft þýðingu í samskiptum einstaklinga eða lögaðila innbyrðis. Hefur þetta verið margstaðfest í dómum Evrópudómstólsins.


Efnisorð


evrópuréttur; ees-réttur; landsréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is