Áhrif sérfræðigagna á fjárhæð til þolenda kynferðisbrota í æsku

Snædís Ósk Sigurjónsdóttir, Svala Ísfeld Ólafsdóttir

Útdráttur


Á síðastliðnum árum hafa viðhorf til kynferðisbrota gegn börnum tekið miklum breytingum sem birtast m.a. í sífellt þyngri refsingum. Rannsókn sem gerð var á þróun í refsiákvörðun Hæstaréttar á árunum 1992-2009, í málum sem varða kynferðisbrot gegn börnum, leiðir í ljós að refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum hafa þyngst. Ein helsta ástæðan fyrir þessari viðhorfsbreytingu er án efa sú vitneskja sem nú liggur fyrir um alvarlegar sálrænar afleiðingar brotanna á þolendur þeirra til skemmri eða lengri tíma. Vísindalegar rannsóknir staðfesta þetta endurtekið. Má um það efni vísa til ritsins Hinn launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börnum, sem kom út á vegum Háskólaútgáfunnar 2011. Þar er að finna fjölmargar fræðigreinar eftir íslenska sérfræðinga þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðum íslenskra og erlendra rannsókna á skaðlegum afleiðingum kynferðisofbeldis á börn. Þá hafa þolendur brotanna lagt sitt af mörkum með því að koma opinberlega fram í auknum mæli og deila með almenningi sársaukafullri reynslu sinni og líðan. Ítarlegar og vandaðar skýrslur, sem unnar hafa verið á síðustu árum í tilefni ásakana um ofbeldi gegn börnum á vistheimilum á vegum ríkisins og nú síðast innan Landakotsskóla, hafa átt sinn þátt í að opna augu samfélagsins fyrir alvarlegum afleiðingum kynferðislegs ofbeldis á börn. Þá hafa samtök gegn kynferðisofbeldi eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð unnið ómetanlegt starf við að uppfræða fagaðila og almenning um afleiðingar brotanna.


Efnisorð


refsiréttur; kynferðisbrot; skaðabætur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is