Áhrif Lissanon-sáttmálans á rétt einstaklinga og lögpersóna til að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum

Kristín Haraldsdóttir

Útdráttur


Með samþykkt Lissabon-sáttmálans var réttur einstaklinga og lögpersóna til að höfða mál fyrir Evrópudómstólnum til ógildingar á ákvörðunum stofnana Evrópusambandsins (ESB) rýmkaður. Í greininni verður leitast við að svara því hvort breytingin hafi áhrif á málssóknarrétt einstaklinga og lögpersóna fyrir EFTA-dómstólnum. Samkvæmt 2. mgr. 36. gr. samnings EFTA-ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls (EDS) geta aðrir en þeir sem ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) beinist að eingöngu höfðað mál fyrir EFTA-dómstólnum til ógildingar á ákvörðuninni ef það varðar þá „beint [eða] persónulega“. EFTA-dómstóllinn hefur túlkað þessi skilyrði um tengsl málshöfðanda við sakarefni máls með hliðsjón af dómum Evrópudómstólsins er varða samsvarandi reglu í ESB-rétti. Dómar Evrópudómstólsins hafa þó verið gagnrýndir harðlega og þá einkum þær ströngu kröfur sem þar eru gerðar um persónuleg tengsl málshöfðanda við sakarefnið.


Efnisorð


Lissabon-sáttmálinn; Evrópudómstóllinn; EFTA-dómstóllinn

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is