Tjón vegna missis hagnaðar við verkframkvæmdir : Um dóm Hæstaréttar 20. september 2012 í máli nr. 416/2011

Eiríkur Elís Þorláksson

Útdráttur


Í greininni er sjónum einkum beint að dómi Hæstaréttar frá 20. september 2012 í máli nr. 416/2011: Íslenskir aðalverktakar hf. og NCC International AS gegn íslenska ríkinu. Með dómi Hæstaréttar var íslenska ríkinu gert að greiða félögunum tæplega 260 milljónir kr. auk vaxta. Í aðferð Hæstaréttar við mat á missi hagnaðar fólst að missir hagnaðar var talin samsvara og missi framlegðar. Þá var fremur slakað á sönnunarkröfum um sönnun tjóns. Slíkt verður fremur að telja nýmæli í íslenskum rétti hvað slík mál varðar en það er í samræmi við dómafordæmi í Evrópu í sambærilegum málum. Þá er í greininni vikið að niðurstöðu um upphafsdag dráttarvaxta en höfundur telur að gagnrýna megi niðurstöðu Hæstaréttar um það atriði.


Efnisorð


fjármálaréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is