Endurskoðun dóms

Jón Steinar Gunnlaugsson

Útdráttur


Hinn 30. nóvember 2012 kom út 3. hefti Tímarits lögfræðinga 2012. Þar birtist grein eftir mig undir heitinu „Af hverju voru upplýsingarnar aldrei birtar?“. Í greininni gagnrýndi ég dóm Hæstaréttar 17. Febrúar 2012 í máli nr. 279/2011: Ákæruvaldið gegn Baldri Guðlaugssyni. Með dómi þessum hafði ákærði verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik. Nefnt var meðal annars í grein minni að Baldur hefði verið sakfelldur fyrir annað en það sem ákært var fyrir. Hann hefði í ákæru verið talinn hafa verið „annar innherji“ sbr. 3. tl. 121. gr laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti. Hæstiréttur hefði hins vegar sakfellt hann sem „tímabundinn innherja“ sbr. 2. tl. sömu lagagreinar.


Efnisorð


innherjaviðskipti; hæstaréttardómur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is