Alþjóðlegur gerðardómsréttur : Um framkvæmd fullnustu erlendra gerðardómsúrlausna á Íslandi og möguleika dómþola til þess að taka til varna samkvæmt 5. gr. New York sáttmálans

Garðar Víðir Gunnarsson

Útdráttur


Á síðustu árum og áratugum hefur úrlausn ágreiningsmála fyrir alþjóðlegum gerðardómum stóraukist og hefur verið talið að u.þ.b. 80% þeirra alþjóðlegu viðskiptasamninga sem gerðir eru á heimsvísu mæli fyrir um að leyst skuli úr ágreiningsmálum vegna slíkra samninga fyrir alþjóðlegum gerðardómi.Í kjölfar þessarar vaxandi áhrifa alþjóðlegs gerðardómsréttar og aukinnar þátttöku íslenskra fyrirtækja á alþjóðavettvangi verður að telja líklegt að íslensk fyrirtæki, sem eiga í alþjóðlegum viðskiptum, muni í síauknu mæli koma til með að eiga aðild að samningum sem innihalda gerðardómsákvæði. Það er því vel mögulegt í slíkum tilvikum að það gæti komið til þess að íslensk fyrirtæki komi til með að standa frammi fyrir þeim veruleika að þurfa að reka mál fyrir alþjóðlegum gerðardómum.


Efnisorð


alþjóðlegur gerðardómsréttur; gerðardómur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is