Rétturinn til að fella ekki á sig sök og rannsóknin á bankahruninu

Sigríður Árnadóttir

Útdráttur


Rétturinn til að fella ekki á sig sök er talinn felast í ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Rétturinn á ekki aðeins við í sakamálarannsókn heldur kemur hann einnig til álita við rannsókn mála á stjórnsýslustigi. Mörg þeirra mála, sem koma til rannsóknar vegna bankahrunsins, eru rannsökuð á stjórnsýslustigi áður en þau koma til sérstaks saksóknara. Álitaefnið er hvort og hvernig hægt er að nýta upplýsingar og/eða gögn sem aflað er við rannsókn utan refsivörslukerfis sem sönnunargögn í refsimáli síðar.


Efnisorð


bankahrun; réttlát málsmeðferð; sakfelling

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is