Gildissvið upplýsingalaga gagnvart störfum sýslumanna og við meðferð sakamála

Kjartan Bjarni Björgvinsson

Útdráttur


Frjáls og opin umræða hefur löngum verið talin á meðal grundvallarskilyrða fyrir því að lýðræðislegt samfélag geti þrifist. Umhverfi þar sem engar eða takmarkaðar upplýsingar liggja á lausu um starfsemi stjórnvalda er hins vegar ekki frjór jarðvegur undir virka lýðræðislega umræðu. Sama máli gegnir þegar stjórnvöldum er veitt algert sjálfdæmi um hvaða upplýsingum þau miðla til almennings. Er þá hætt við að stjórnvöld falli í þá freistni að koma einungis á framfæri upplýsingum sem eru hagstæðar fyrir ímynd þeirra og málstað og gefa þar með nokkuð aðra sýn á frammistöðu þeirra en er sannleikanum samkvæm.


Efnisorð


stjórnsýsluréttur; upplýsingalög

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is