Getur það talist til bágrar stöðu skv. 1. tl. 1. mgr. 227 gr. a. HGL um mansal að stunda vændi? Þörf ákvæðis 5. mgr. 206. gr. hgl. um flutning fólks á milli landa til að stunda vændi

Klara Dögg Steingrímsdóttir, Hulda María Stefánsdóttir

Útdráttur


Hin síðustu ár hefur vitundarvakning átt sér stað hér á landi um það hversu alvarleg og víðfeðm vandamál mansal og vændi eru. Löggjöf er fyrsta skrefið í baráttunni gegn þessari óæskilegu þróun sem hefur átt sér stað hér á landi sem og um allan heim. Því er nauðsynlegt að ríki setji sér skýr lög og reglur sem geri verknaði eins og mansal og vændi refsiverða í öllum sínum myndum. Yfirvöld á Íslandi hafa brugðist við og lögfest ákvæði alþjóðlegra samninga í 206.  og 227. gr. a almennra hegningarlaga nr. 19/1940 í því skyni að samræma reglur og skilgreiningar svo að koma megi í veg fyrir framningu brotanna og refsa þeim sem fyrir þeim standa.


Efnisorð


refsiréttur; vændi

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is