Eru ákvarðanir einkarekinna háskóla um réttindi og skyldur nemenda stjórnsýsla eða ákvarðanir á grundvelli einkaréttar?

Margrét Vala Kristjánsdóttir

Útdráttur


Forseti lagadeildar HR stóð frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um brottvísun nemanda fyrir endurtekið gróft svindl á prófi. Í síma sem nemandinn var með í vasanum í prófinu voru skilaboð sem tengdust einni prófspurningunni. Forseti lagadeildar hafði ákveðið að vísa nemandanum úr skólanum vegna brots á náms- og prófareglum skólans. Nemandinn var hins vegar staddur fyrir utan skrifstofu hans og vildi fá að skýra málið áður en hann tæki ákvörðun og vísaði til stjórnsýslulaga í því sambandi. Forsetinn taldi engra skýringa þörf og jafnframt að HR væri ekki bundinn af stjórnsýslulögum vegna þess að skólinn væri einkaskóli. Hann afhenti nemandanum því bréf um brottvísun úr skólanum. Nemandinn heldur því fram að andmælaréttur hans samkvæmt reglum stjórnsýsluréttar hafi ekki verið virtur.

 

Það er viðfangsefni þessarar greinar að skoða hvort og þá á hvaða grundvelli einkaaðilar eru bundnir af reglum stjórnsýsluréttar gagnvart notanda þjónustu við framkvæmd verkefna samkvæmt þjónustusamningi. Í forgrunni umfjöllunarinnar er lögmætisreglan og samningsskyldur einkaaðila annars vegar og hins vegar eru réttaröryggissjónarmið sem krefjast þess að tilfærsla verkefna til einkaaðila hafi ekki áhrif á opinbera hagsmuni borgaranna. Það er augljóslega


Efnisorð


stjórnsýsluréttur; háskólar

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is