Úrræði lánveitanda við vanefndir lántaka I : gjaldfelling lánasamninga

Stefán A. Svenson

Útdráttur


Í núverandi árferði standa fjármálafyrirtæki oftsinnis frammi fyrir því að vanefndir verði á lánasamningum. Þurfa þá fjármálafyrirtæki, rétt eins og aðrir kröfuhafar við vanefndir skuldara, að tryggja hagsmuni sína eins og framast er kostur, þ.m.t. með því að beita samningsbundnum vanefndaúrræðum ásamt því að grípa til annarra viðeigandi úrræða. Þegar svo stendur á getur reynt á fjölmörg lögfræðileg álitaefni meðal annars á sviði fjármunaréttar, veðréttar og réttarfars. Í grein þessari, sem er sú fyrri af tveimur um úrræði lánveitenda við vanefndir lántaka, verður einkum leitast við að varpa ljósi á ýmis lögfræðileg álitaefni sem lánveitendur standa frammi fyrir við gjaldfellingu (e. acceleration) lánasamninga.


Efnisorð


fjármálaréttur; vanefndir; lánssamningar

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is