Forgangsáhrif réttilega innleiddra EES-reglna

Margrét Einarsdóttir

Útdráttur


Tilgangur þessarar greinar er að leita svara við þeirri spurningu hvort EES-reglur, sem hafa verið réttilega innleiddar í íslenskan rétt, hafi forgangsáhrif gagnvart ósamrýmanlegum reglum landsréttar, sem ekki eiga rætur sínar að rekja til EES-réttar. Rétt er að taka fram að ekki verður í þessari grein fjallað um stöðu þeirra EES-reglna sem hafa ekki, eða með ófullnægjandi hætti, verið innleiddar í landsrétt og þau áhrif sem slík vanræksla af hálfu íslenska ríkisins kann að hafa.1 Þá verður ekki sérstaklega tekin til umfjöllunar meginregla EB-réttar um bein réttaráhrif og sá munur sem er í EB-rétti og EES-rétti hvað það atriði varðar, nema að því leyti sem þörf er á til útskýringar á úrlausnarefni þessarar greinar.


Efnisorð


evrópuréttur; ees-réttur; innleiðing réttarreglna

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is