Yfirtaka : fyrri hluti

Aðalsteinn E. Jónasson

Útdráttur


Í mars 2009 tóku gildi breytingar á þeim reglum sem gilda um yfirtöku félaga sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað. Ein þýðingarmikil breyting fólst í því að tilboðsskylda myndast nú þegar aðili, einn eða í samstarfi við aðra, eignast 30% eða meira af atkvæðisrétti viðkomandi félags. Samkvæmt eldri lögum var miðað við 40% atkvæðisrétt og því ljóst að breytingin mun hafa umtalsverð áhrif. Einnig voru tekin upp ný ákvæði sem eiga að gera eftirlitsaðilum auðveldara með að skilgreina aðila í samstarfi, en reynslan samkvæmt eldri lögum hafði sýnt að reglurnar voru erfiðar í framkvæmd. Báðar þessar breytingar eru til þess fallnar að stuðla að dreifðara eignarhaldi í skráðum félögum, en þröngt og ógagnsætt eignarhald á skráðum félögum er eitt af því sem hefur verið harðlega gagnrýnt. Þessar breytingar, ásamt ýmsum öðrum, munu spila mikilvægt hlutverk í að auka traust og tiltrú fjárfesta á þeim leikreglum sem gilda á verðbréfamarkaði.


Efnisorð


félagaréttur; yfirtaka

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is