Lausn úr „öryggisgæslu“. (Erindi flutt á málþingi Geðlæknafélags Íslands 14. febrúar 2009 um málefni ósakhæfra og lögræðislögin.)

Ólafur Börkur Þorvaldsson

Útdráttur


Ég hef verið beðinn um að segja nokkur orð um lausn úr öryggisgæslu, sem ákveðin hefur verið í kjölfar þess að maður er sýknaður vegna sakhæfisskorts samkvæmt ákvæðum 15. gr. almennra hegningarlaga, eða niðurstaða dóms verður sú, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus. Mun ég fjalla um málefnið einkum með tilliti til þeirrar reynslu sem ég hef haft af slíkum málum sem dómari við Héraðsdóm Suðurlands í hartnær sjö ár, en í umdæmi dómsins er réttargeðdeildin að Sogni í Ölfusi. Ég hafði lokið við fyrstu útgáfu erindis míns er ég frétti að drög að lagafrumvarpi um breytingar á VII. kafla hegningarlaganna væru nú til kynningar hjá ráðuneytum, en ekki er vanþörf á að setja skýrari reglur um þetta málefni.


Efnisorð


öryggisgæsla; refsiréttur; ósakhæfi; réttargeðdeild

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is