Er þörf á millidómstigi í einkamálum?

Halldór Brynjar Halldórsson

Útdráttur


Talsverð umræða hefur farið fram hér á landi á síðastliðnum árum um þörf þess að koma á fót millidómstigi í sakamálum. Er slíku dómstigi ætlað að tryggja rétt aðila til milliliðalausrar sönnunarfærslu fyrir æðri dómstól, sem leiddur er af 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu sem og 2. gr. 7. samningsviðauka við sáttmálann. Eru áform um slíkt millidómstig komin talsvert á leið, en það var m.a. niðurstaða álits nefndar dómsmálaráðuneytisins um milliliðalausa sönnunarfærslu í sakamálum frá október 2008 að nauðsynlegt væri að koma slíku millidómstigi á fót. Einnig hefur dómstólaráð lagt til að því yrði komið á fót.


Efnisorð


sakamálaréttarfar; einkamálaréttur; millidómstig

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is