Skipting á skattlagningarréttindum milli heimilisfestarríkis og keldulands : [annar hluti]

Ásmundur G. Vilhjálmsson

Útdráttur


Flest ríki hafa í lögum hjá sér ákvæði sem heimilar þeim að skattleggja erlendis búsetta aðila er stunda atvinnurekstur á yfirráðasvæði þess. Hér á landi er slíkt ákvæði að finna í 4. tölul. 3. gr. SL og hljóðar það svo: „Allir aðilar sem reka hér á landi fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða fastrar starfsstöðvar skulu greiða tekjuskatt af slíkum tekjum“. Ákvæði 4. tölul. 3. gr. byggist umfram allt á samkeppnisástæðum. Ef erlendis búsettur aðili gæti stundað atvinnurekstur hér á landi án þess að þurfa að greiða skatt af tekjum sínum væri samkeppnisleg staða hans betri en innlendra aðila. Til að jafna aðstöðuna er því óhjákvæmilegt leggja skatt á hinn erlenda aðila. Hliðstætt ákvæði um skattlagningu er að finna í lögum nágranna þjóða okkar og eiga ákvæðin það öll sammerkt að takmarka skattskylduna við þá sem stunda atvinnurekstur á fastri starfsstöð eða taka þátt í slíkum rekstri.


Efnisorð


skattaréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is