Inntak og beiting 15. gr. stjórnarskrárinnar

Ragnhildur Helgadóttir, Margrét Vala Kristjánsdóttir

Útdráttur


Í 15. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944 segir: „Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.“ Hér verður fjallað um inntak þessarar greinar en framkvæmd hennar, sérstaklega þegar kemur að verkaskiptingu ráðherra, hefur verið misjöfn og að sumu leyti ósamræmi milli hennar og fræðikenninga.

Í þessari grein verða færð rök fyrir því, að Alþingi hafi heimild til að skipta verkum með ráðherrum með almennum lögum þrátt fyrir að 15. gr. stjórnarskrárinnar leggi þetta vald til forseta Íslands, samkvæmt orðum sínum. Þetta byggist á löggjafarvaldi þingsins, lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins og venju.


Efnisorð


stjórnskipunarréttur; stjórnarskrá íslands

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is