Áhrif breytinga á reglunni um efnislegt mat á samruna í evrópskum og íslenskum samkeppnisrétti

Jón Sigurðssson

Útdráttur


Samrunareglugerð EB hefur að geyma reglu um efnislegt mat á samruna (oft nefnd á ensku substantive test), sem heimilað hefur framkvæmdastjórn EB að lýsa samruna sem hindrar samkeppni ósamrýmanlegan innri markaði EB. Segja má að reglan sé í eðli sínu lögfræðilegt mælitæki til þess að meta hvort rétt sé að hindra samruna sem skaða samkeppni. Ákvæðið er nú að finna í 3. mgr. 2. gr. gildandi samrunareglugerðar EB nr. 139/2004, en var áður á sama stað í áður gildandi reglugerð nr. 4064/89. Báðar reglugerðir hafa verið teknar upp í EES-rétt. Hérlendis hefur verið leitast við að innleiða regluna í landsrétt, nú síðast með breytingu sem gerð var á samkeppnislögum á liðnu vori, enda hefur íslensk samkeppnislöggjöf verið löguð að reglum Evrópusambandsins gegnum aðild Íslands að EES-samningnum.


Efnisorð


evrópuréttur; samkeppnisréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is