Endurskoðun ákvarðana um fjárhagsaðstoð samkvæmt lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga

Margrét Vala Kristjánsdóttir

Útdráttur


Í velferðarríki er borgurunum tryggð ákveðin lágmarksréttindi. Í 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands er mælt fyrir um að tryggja skuli með lögum rétt manna til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika, sbr. 14. gr. stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995. Löggjafanum ber því skylda til að kveða í lögum á um rétt þeirra sem ekki geta framfleytt sér sjálfir til aðstoðar úr opinberum sjóðum, eða eins og segir í öryrkjadóminum svokallaða, til „að minnsta kosti einhverrar lágmarks framfærslu eftir fyrirfram gefnu skipulagi, sem ákveðið sé á málefnalegan hátt.“ Löggjafinn hefur mætt þessari skyldu sinni með setningu laga sem eiga að tryggja lágmarksréttindi borgaranna á ýmsum sviðum. Löggjöf um almannatryggingar hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi lífeyris-, sjúkra- og sjúklingatryggingar. Sama máli gegnir um aðra löggjöf sem ætlað er að tryggja tiltekin réttindi s.s. lög um félagslega aðstoð, um heilbrigðisþjónustu, um málefni aldraðra, um málefni fatlaðra og löggjöf um lífeyrisréttindi. Þá er lögum nr. 40/1991, um félagsþjónustu sveitarfélaga, ætlað að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi og stuðla að velferð íbúa sveitarfélaganna, sbr. 1. gr. þeirra laga.


Efnisorð


almannatryggingar; félagsaðstoð

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is