„Mál af þessu tagi“

Jón Steinar Gunnlaugsson

Útdráttur


Kennurum í lögfræði hefur stundum verið legið á hálsi fyrir að sinna ekki sem skyldi fræðilegri umfjöllun um dóma Hæstaréttar. Slík umfjöllun sé nauðsynleg bæði til að kanna fordæmisgildi dómanna en einnig til að veita dómstólnum það fræðilega aðhald sem nauðsynlegt er. Ég held að nokkuð sé til í þessu. Kannski þar hafi einhver áhrif, að prófessorar í lögum eru sérstaklega nefndir meðal þeirra sem taldir eru upp í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 15/1998 sem varadómarar í Hæstarétti. Er ekki óalgengt að leitað sé í þeirra raðir, þegar dómarar eru vanhæfir til meðferðar máls.


Efnisorð


hæstiréttur; hæstiréttur íslands; hæstaréttardómarar; vanhæfi

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is