Skattareglur og EES-samningurinn. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 5. janúar 2007 í málinu nr. E-3650/2006: Hrafnhildur Njálsdóttir gegn íslenska ríkinu

Anna Linda Bjarnadóttir

Útdráttur


Málavextir eru þeir að stefnandi seldi rekstur sinn hér á landi á árinu 2001 í tengslum við flutning hans til Danmerkur sama ár. Ekki var stofnað sérstakt félag um reksturinn fyrir söluna enda ekki búið að lögfesta reglur um skattfrjálsa yfirfærslu einkarekstrar yfir í einkahlutafélag á þessum tíma. Stefnandi frestaði skattlagningu á söluhagnaði á skattframtali 2002 skv. heimild í 14. gr. núgildandi laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Téð lagagrein kveður á um að eigi skattaðili ekki eignir sem hann getur fyrnt á því ári þegar sala fer fram, getur hann farið fram á frestun skattlagningar á söluhagnaði um tvenn áramót enda afli hann sér eigna sem fyrna megi innan þess tíma og fyrni þær um fjárhæð sem nemur hinum skattskylda söluhagnaði. Verði eignanna ekki aflað innan tilskilins tíma telst söluhagnaðurinn með skattskyldum tekjum á öðru ári frá því hann myndaðist, að viðbættu 10% álagi.


Efnisorð


skattaréttur; ees-réttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is