Skattaleg heimilisfesti einstaklinga - á Íslandi

Jón Elvar Guðmundsson

Útdráttur


Tilefni þessarar greinar er önnur grein sem birtist nýlega um sama efni. Hér verður fjallað um reglur laga nr. 90/2003 um tekjuskatt (lög um tekjuskatt eða tekjuskattslög) um ákvörðun þess hvenær einstaklingur telst skattskyldur á Íslandi samkvæmt lögum um tekjuskatt af öllum sínum tekjum. Um þetta verður hugtakið skattalegt heimilisfesti notað þ.e. sá einstaklingur sem telst skattalega heimilisfastur á Íslandi ber hér fulla og ótakmarkaða skattskyldu eins og hún er skilgreind í lögum hverju sinni. Í nefndri grein um sama efni eru ákvæði tekjuskattslaga um skattalega heimilisfesti skýrð með allt öðrum hætti en gert er hér. Í stað þess að gera athugasemdir við þá grein greinir höfundur ákvæðið með þeim hætti sem hann telur rétt en reynir jafnframt að benda á það hvar mismunur er milli skýringa og hvar þær fara saman. Til skýringar er rétt að nefna að í nefndri grein er lögð mikil áhersla á að eignarhald eða aðgangur að fasteign á Íslandi geti valdið skattalegri heimilisfesti einstaklings en hins vegar er reglum um lögheimili veitt lítið vægi. Höfundur er annarrar skoðunar að því er þetta varðar. Lesendum er svo látið eftir að meta gildi skýringanna. Með þessu vonast höfundur til þess að leggja sitt af mörkum varðandi skoðanaskipti á merkingu þeirra ákvæða laga um tekjuskatt sem hér eru til umfjöllunar. Svo það sé skýrt hver sé nálgun höfundar á efnið eru settir fram ákveðnir áherslupunktar varðandi skýringu sem höfundur telur til þess fallna að stuðla að réttri niðurstöðu.


Efnisorð


skattaréttur; lögheimili

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is