Flutningur fyrirtækja þvert á landamæri í Evrópubandalaginu

Benedikt Egill Árnason

Útdráttur


Eftir að meira en tíu ár eru liðin frá því að innri markaði Evrópusambandsins var komið á fót er félagaréttur aðilaríkjanna að miklu leyti ósamstæður en samræming réttarreglan á sviði félagaréttar er eitt af yfirlýstum verkefnum og markmiðum Evrópusambandsins. Afleiðing þess að ósamræmis gætir í félagarétti aðildarríkja bandalagsins er að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að flytjast þvert á landamæri aðildarríkjanna. Á síðustu árum hefur átt sér stað töluverð þróun í félagarétti Evrópusambandsins og fyrirsjáanlegt að fyrirtæki geti flutt sig þvert á landamæri í auknum mæli og þannig stuðlað að aukinni samkeppni um hagstæða félagaréttarlöggjöf innan bandalagsins og við önnur hagkerfi.


Efnisorð


félagaréttur; fjórfrelsi; Evrópuréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is