Áhrif nýrrar tækni á höfundarétt : fyrirhuguð innleiðing tilskipunar nr. 2001/29/EB frá 22. maí 2001 um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu í íslensk höfundalög

Rán Tryggvadóttir

Útdráttur


Tækniþróun síðustu áratuga, sérstaklega tölvu- og netvæðing, hefur gjörbreytt aðstöðu allra til að njóta höfundaréttaraendaðra verka. Sáraeinfalt er að gera afrit t.d. af tónlist sem er jafnt að gæðum og upphafleg upptaka. Þetta nýta milljónir manna sér, sérstaklega eftir tilkomu jafningjanetanna. Sama gildir um afritun kvikmynda og ljósmynda og í raun allra verka sem halla undir höfundavernd. Háværar raddir hafa haldið fram að höfundalögin í núberandi mynd verndi ekki verk höfunda og annarra rétthafa nægilega, á meðan aðrar jafn háværar hafa þvert á móti fullyrt að höfundalögin ofverndi verk höfunda á kostanað almenns aðgengis að sameiginlegum menningararfi og sjálfsagðs réttar einstaklinga til að njóta menningarverðmæta.


Efnisorð


hugverkaréttur; höfundarréttur; höfundalög

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is