Kröfugerð í málum gegn ríkinu og stjórnskipuleg valdmörk dómstóla

Róbert R. Spanó

Útdráttur


Í þessari grein verður fjallað um kröfugerð í málum gegn ríkinu. Þetta efni getur verið um margt flókið og hægt er að nálgast það á marga vegu. Hér verður viðfangsefnið takmarkað við þær reglur og sjónarmið er beinast að valdmörkum dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu sem hafa áhrif á mat dómenda um hvort kröfugerð í máli á hendur ríkinu telst dómhæf. Með öðrum orðum verður leitast við að svara þeirri spurningu hvenær og við hvaða aðstæður kröfugerð borgara á hendur stjórnvöldum telst þess eðlis að viðurkenning hennar af hálfu dómstóla feli í sér að dómstóll sé að ganga inn á verksvið framkvæmdarvaldsins. Fjallað verður um þá stöðu þegar stefnandi krefst þess fyrir dómi að dómsorð kveði á um athafnaskyldu stjórnvalds sem ekki felur í sér fjárgreiðslu (þ. á m. skaðabætur), t.d. um að viðurkennd verði skylda stjórnvaldsins til að gefa út leyfi eða sinna tiltekinni þjónustu o.s.frv.


Efnisorð


dómstólar; valdmörk

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is