Full og ótakmörkuð skattskylda manna

Ásmundir G. Vilhjálmsson

Útdráttur


Á hendur hverjum ríki getur reist skattkröfu sína er eitt þýðingarmesta álitaefnið við skattlagningu. Undir því er velferð þess nefnilega að verulegu leyti komin. Svo að unnt sé að krefja aðila um skatt þarf venjulega þremur skilyrðum að vera fullnægt.

1) Í fyrsta lagi verður hann að búa yfir skatthæfi. Hvað menn, einstaklinga, varðar, er þessu skilyrði alltaf fullnægt þar sem ómyndugleiki eða andlegt ástand manns skiptir ekki máli við skattlagningu. Allir menn hafa semsé skatthæfi óháð því hvað þeir eru gamlir og hvernig andlegu og líkamlegu atgerfi þeirra er farið.

2) Hvað ópersónulega aðila áhrærir gerir þetta skilyrði kröfu um að þeir geti borið réttindi og öðlast skyldur eða með öðrum orðum teljist persónur að lögum.


Efnisorð


skattaréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is