Umboðssvik

Jónatan Þórmundsson

Útdráttur


Umboðssvik teljast til auðgunarbrota, sem fjallað er um í XXVI. kafla almennra hegningarlaga nr. 19 frá 12. febrúar 1940 með áorðnum breytingum (eftirleiðis skammstöfuð hgl.). Auðgunarbrot falla undir rýmri flokk hagnaðarbrota og þau aftur undir fjármunabrot, sem er víðtækast þessara þriggja hugtaka. Verndarhagsmunir refsiákvæða um fjármunabrot, þar með talin auðgunarbrot og önnur hagnaðarbrot, lúta að hvers konar fjárhagslegum verðmætum, ýmist þannig að verknaður beinist að áþreifanlegum verðmætum, sem eru fyrir hendi (verknaðarandlag), eða að því að afla ávinnings eða spara útgjöld með ólögmætum hætti án þess að um eiginlega fjármunayfirfærslu sé að ræða. Auðgunarbrot eru af fyrri gerðinni, sem hér er nefnd. Þau beinast yfirleitt að tilteknu verknaðarandlagi og felast í ólögmætri yfirfærslu þessara verðmæta til annarra manna eða lögaðila, sem ekki eiga rétt til umráða yfir þeim.


Efnisorð


auðgunarbrot; umboðssvik; refsiréttur

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is