Fremst(ur) meðal jafningja

Margrét Vala Kristjánsdóttir

Útdráttur


Skipun, setning eða ráðning í opinbert starf hefur oft orðið tilefni umræðna í íslensku þjóðfélagi. Umræðan snýr þá oft og tíðum að því hvort hæfasti umsækjandi um tiltekna stöðu hafi orðið fyrir valinu og að grundvelli ákvörðunarinnar og sýnist iðulega sitt hverjum. Í því sambandi má nefna ásakanir um pólitískan grundvöll stöðuveitinga og/eða efasemdir um að tiltekin stöðuveiting byggi á réttu faglegu mati. Lögfræðileg umræða snýr einnig að því hvort staðið hafi verið rétt að stöðuveitingu m.t.t. almennra grundvallarreglna stjórnsýsluréttar og eftir atvikum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í þeirri umræðu hafa skoðanir á niðurstöðum einstakra mála einnig verið skiptar, þrátt fyrir að ekki virðist vera ágreiningur um þær grundvallarreglur sem slíkar ákvarðanir eiga að byggja á.


Efnisorð


stjórnsýsluréttur; stöðuveitingar; jafnrétti kynja

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is