Norrænt lagasamstarf. Þátttaka Íslands frá upphafi

Berglind Ýr Karlsdóttir

Útdráttur


Saga formlegs samstarfs Norðurlanda á sviði löggjafar verður rakin aftur til síðari hluta 19. aldar og hefur mikið og fjölbreytt starf farið fram á þeim vettvangi. Í þessari umfjöllun er gerð nokkur grein fyrir norrænu lagasamstarfi til þessa dags og er þátttaka Íslands í forgrunni. Við mat á aðkomu Íslands að samstarfinu er litið til þeirra áhrifa sem það hefur haft á íslenskan rétt og skoðað hvernig íslenska ríkið hefur fært sér norræna lagasamvinnu í nyt. Ætlunin er einnig að kanna hvort þátttaka Íslands hafi verið til jafns á við aðrar þjóðir sem að samstarfinu standa. Með það í huga er tekið til athugunar hvort íslenska ríkið hafi lagt til málanna, sýnt frumkvæði og gagnrýnt á við aðra þátttakendur eða hvort það hafi fyrst og fremst verið þiggjandi í því starfi sem fram hefur farið á vegum norrænnar lagasamvinnu.


Efnisorð


norrænt samstarf

Heildartexti:

PDF

Baktilvísanir

  • Engar baktilvísanir


www.timarit.logretta.isritstjorn@timarit.logretta.is