Ritstjórnarstefna

Umfang og markmið

1. UM TÍMARIT LÖGRÉTTU
Tímarit Lögréttu er ritrýnt fræðirit á sviði lögfræði og tengdra greina. Tilgangur þess er að birta vandaðar fræðigreinar um lög og rétt, ekki síst greinar þar sem þetta viðfangsefni er skoðað út frá fleiri sjónarhornum en einungis hinu lögfræðilega. Á þessum forsendum veitir tímaritið viðtöku greinum af vettvangi greina sem skyldar eru lögfræðinni, svo sem afbrotafræði, félagsfræði, hagfræði, heimspeki, mannfræði, sagnfræði, stjórnmálafræði og viðskiptafræði. Með þessu móti leitast tímaritið við að breikka umræðu um lögin og auka skilning á samfélagslegu hlutverki þeirra. Í því skyni að þjóna ofangreindu markmiði er tímaritið einnig vettvangur fyrir faglega umræðu og ritsmíðar sem teljast mega sérstaklega fróðlegar og / eða varpa ljósi á þau lögfræðilegu álitaefni sem þá eru efst á baugi. Auk ofangreinds er tímaritið vettvangur bókadóma o.fl.

Tímarit Lögréttu kom fyrst út í árslok 2004 og hefur frá upphafi birt ritrýnt efni. Framvegis kemur tímaritið út tvisvar sinnum á ári í prentuðu formi, vor og haust, jafnan 15. apríl og 15. október. Greinar tímaritsins eru ennfremur birtar rafrænt á timarit.logretta.is með eins árs birtingartöf.

Skilyrði þess að tekið sé við greinum til birtingar er að þeim sé skilað í samræmi við leiðbeiningarreglur fyrir höfunda sem raktar eru í kafla 2 hér á eftir.

Ritrýni Tímarits Lögréttu er á grundvelli gagnkvæmrar leyndar. Þannig er tryggt að ritrýniferlið sé nafnlaust, þ.e. að ritrýnir og höfundur fái ekki upplýsingar hvor um annan í þessu ferli. Ritrýnireglur eru nánar raktar í kafla 3.

Í ritstjórn tímaritsins sitja fimm lögfræðingar með fjölbreyttan bakgrunn. Ritstjórn skipa nú: Arnar Þór Jónsson, ritstjóri, Eiríkur Elís Þorláksson, Sigríður Árnadóttir, Stefán Eiríksson og Svala Ísfeld Ólafsdóttir. Ritstjórninni til ráðgjafar er fagráð, skipað 10 lögfræðingum. Framkvæmdastjórn tímaritsins skipa framkvæmdarstjóri, útgáfustjóri og auglýsingastjóri.

2. LEIÐBEININGARREGLUR FYRIR HÖFUNDA

3. RITRÝNIREGLUR

 

Stefna

Ritstjórnargreinar

Óyfirfarið Innsending opin Óyfirfarið Skráð í gagnabanka Óyfirfarið Ritrýnt

Greinar

Yfirfarið Innsending opin Yfirfarið Skráð í gagnabanka Yfirfarið Ritrýnt

Bókaumfjöllun

Yfirfarið Innsending opin Óyfirfarið Skráð í gagnabanka Óyfirfarið Ritrýnt
 

Ritrýniferli

3. RITRÝNIREGLUR
Tímaritið Lögrétta er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem ritrýnar fá ekki upplýsingar um greinarhöfund og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna. Vegna smæðar hins íslenska fræðasamfélags er mælt með því að greinarhöfundar, jafnt sem ritrýnar, gangi þannig frá innsendu efni að líkur á að efni sé rekjanlegt séu sem minnstar.

Til þess að grein verði metin hæf til birtingar í tímaritinu þarf hún að uppfylla kröfur um nýnæmi rannsóknar, innihalda upplýsingar eða yfirlit yfir skrif annarra fræðimanna og rannsóknir sem tengjast efninu, innihalda skýringar á hugtökum, mælingum og aðferðafræði rannsóknarinnar, greiningu á þeim gögnum sem aflað var, greinargerð um helstu niðurstöður og umræðu um þær niðurstöður í samhengi við þann fræðilega ramma sem kynntur var í upphafi.

Niðurstöður ritrýna geta verið eftirtaldar:

1. Að grein sé samþykkt óbreytt.
2. Að grein sé samþykkt með athugasemdum.
3. Að gerðar séu verulegar athugasemdir við grein og óskað eftir endurskoðaðri útgáfu til skoðunar.
4. Að grein sé hafnað.

Ef ritrýnar eru ósammála um niðurstöðu er það í höndum ritstjóra að skera úr um vafaatriði. Það getur hann ýmist gert sjálfur eða með aðkomu þriðja ritrýnis.

Sýnd skal nærfærni við ritrýni og í samskiptum við greinarhöfunda. Ábendingar eiga að vera uppbyggilegar, vel rökstuddar og settar fram af kurteisi og virðingu fyrir höfundi. Ritrýnum er frjálst að koma með ábendingar um hvaðeina sem betur má fara, án þess að gera breytingar að skilyrði fyrir birtingu. Mikilvægt er að niðurstöður ritrýna séu það skýrar og afdráttarlausar að ekki fari á milli mála í hvorn flokkinn athugasemdir falla. Athugasemdir ritrýna geta varðað niðurröðun efnis, hvort samfellu skorti í röksemdafærslu, hvort fullyrðingar séu órökstuddar, vinnubrögð ófagleg, heimildanotkun ósamkvæm eða ófullnægjandi, fyrri rannsóknir á efninu sniðgengnar, stíl og framsetningu sé ábótavant og fleira.

Ritrýnar skulu koma með tillögu að styttingu ef grein er í lengra lagi og benda á óþarfa útúrdúra eða leiðir til að gera greinina hnitmiðaðri og læsilegri. Ef grein er hafnað er æskilegt að ritrýnar bendi á annan birtingarvettvang sem hentað gæti efninu með eða án breytinga.

 

Samþykkt á fundi ritstjórnar 1. desember 2014

 

Tímarit Lögréttu

Tímariti Lögréttu er ætlað að vera vettvangur vandaðrar umfjöllunar og ritrýndra fræðigreina um lög og rétt, þar sem viðfangsefnið er skoðað út frá fleiri sjónarhornum en einungis hinu lögfræðilega. Timarit Lögréttu kemur út tvisvar á ári.

Fræðigreinar Tímarits Lögrétt eru í opnum aðgangi að því undanskildu að greinar í nýjasta árgangi tímaritsins eru einungis aðgengilegar áskrifendum tímaritsins. Tryggðu þér áskrift á ritstjorn@timarit.logretta.is

 

Ritrýnireglur

Tímaritið Lögrétta er ritrýnt tímarit með „gagnkvæmri leynd“ (e. double blind) þar sem ritrýnar fá ekki upplýsingar um greinarhöfund og greinarhöfundur ekki upplýsingar um ritrýna. Vegna smæðar hins íslenska fræðasamfélags er mælt með því að greinarhöfundar, jafnt sem ritrýnar, gangi þannig frá innsendu efni að líkur á að efni sé rekjanlegt séu sem minnstar.

Til þess að grein verði metin hæf til birtingar í tímaritinu þarf hún að uppfylla kröfur um nýnæmi rannsóknar, innihalda upplýsingar eða yfirlit yfir skrif annarra fræðimanna og rannsóknir sem tengjast efninu, innihalda skýringar á hugtökum, mælingum og aðferðafræði rannsóknarinnar, greiningu á þeim gögnum sem aflað var, greinargerð um helstu niðurstöður og umræðu um þær niðurstöður í samhengi við þann fræðilega ramma sem kynntur var í upphafi.

Niðurstöður ritrýna geta verið eftirtaldar:

1. Að grein sé samþykkt óbreytt.
2. Að grein sé samþykkt með athugasemdum.
3. Að gerðar séu verulegar athugasemdir við grein og óskað eftir endurskoðaðri útgáfu til skoðunar.
4. Að grein sé hafnað.

Ef ritrýnar eru ósammála um niðurstöðu er það í höndum ritstjóra að skera úr um vafaatriði. Það getur hann ýmist gert sjálfur eða með aðkomu þriðja ritrýnis.

Sýnd skal nærfærni við ritrýni og í samskiptum við greinarhöfunda. Ábendingar eiga að vera uppbyggilegar, vel rökstuddar og settar fram af kurteisi og virðingu fyrir höfundi. Ritrýnum er frjálst að koma með ábendingar um hvaðeina sem betur má fara, án þess að gera breytingar að skilyrði fyrir birtingu. Mikilvægt er að niðurstöður ritrýna séu það skýrar og afdráttarlausar að ekki fari á milli mála í hvorn flokkinn athugasemdir falla. Athugasemdir ritrýna geta varðað niðurröðun efnis, hvort samfellu skorti í röksemdafærslu, hvort fullyrðingar séu órökstuddar, vinnubrögð ófagleg, heimildanotkun ósamkvæm eða ófullnægjandi, fyrri rannsóknir á efninu sniðgengnar, stíl og framsetningu sé ábótavant og fleira.

Ritrýnar skulu koma með tillögu að styttingu ef grein er í lengra lagi og benda á óþarfa útúrdúra eða leiðir til að gera greinina hnitmiðaðri og læsilegri. Ef grein er hafnað er æskilegt að ritrýnar bendi á annan birtingarvettvang sem hentað gæti efninu með eða án breytinga.

 

Samþykkt á fundi ritstjórnar 1. desember 2014